Vöruviðskiptajöfnuður í nóvember í fyrra var tæpum fjórum milljörðum króna óhagstæðari en í sama mánuði 2019. Hann var rúmum tíu milljörðum hagstæðari fyrstu ellefu mánuði síðasta árs en á sama tímabili 2019.

Um 43 prósenta aukning var á innflutningi á neysluvöru í nóvember í fyrra miðað við nóvember 2019. Innflutningur í flestum öðrum vöruflokkum en neysluvörum var minni frá janúar til nóvember 2020 miðað við 2019.

Útflutningur á sjávarafurðum í nóvember var meiri en árið áður en minni á iðnaðarvörum. Heildarverðmæti vöruútflutnings lækkaði um tæpa 38 milljarða frá janúar til nóvember í fyrra miðað við sama tímabil árið 2019.