Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu (MDE) hefur tekið til skoðunar kæru Ólafs Ólafs­sonar vegna skýrslu rann­sóknar­nefndar Al­þingis frá árinu 2017 um að­komu þýska bankans Hauck og Auf­hauser að einka­væðingu Búnaðar­bankans árið 2003.

Dóm­stóllinn hefur óskað svara hjá ríkinu um það hvort störf nefndarinnar hafi haft haft í­gildi saka­mála­rann­sóknar og hvort Ólafur hafi notið réttar­verndar sam­kvæmt slíkri rann­sókn. Frá þessu var greint í kvöld­fréttum RÚV í kvöld.

Árið 2016 skipaði Al­þingi sér­staka rann­sóknar­nefnd til skoða þátt­töku þýska bankans Hauck og Auf­hauser í einka­væðingu Búnaðar­banka Ís­lands árið 2003. Sam­kvæmt skýrslu rann­sóknar­nefndar um sölu á Búnaðar­bankanum var að­koma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einka­væðingunni á Búnaðar­bankanum árið 2003 að­eins til mála­mynda. Þau hluta­bréf sem þýski bankinn Hauck & Aufhäuser keypti í Búnaðar­bankanum voru seld með milljarða króna hagnaði.

Hagnaðurinn sat á banka­reikningi Welling & Partners, sem var aflands­fé­lag þýska bankans, og var greiddur út árið 2006. Ólafur Ólafs­son er sagður hafa fengið rúman helming hagnaðarins í gegnum aflands­fé­lagið Marine Choice Limited en restin rann til Dek­hill Advis­ors.

Frá því var greint í kvöld­fréttum Rúv að Ólafur kærði máls­með­ferðina til MDE um miðjan júlí árið 2017. Hann taldi að hún hefði í raun falið í sér saka­mál og að niður­staða hennar hefði jafn­gilt refsingu, en hann ekki notið þeirra réttinda sem sak­borningar í slíkum málum eiga að njóta.

MDE hefur kallað eftir svörum frá ís­lenska ríkinu vegna þessa erindis Ólafs þar sem spurt er hvort jafn megi störf nefndarinnar við saka­mála­rann­sókn og hvort að staða Ólafs í málinu hafi tekið mið af því.

Fjallað var um annað mál Ólafs fyrir MDE fyrir um tæpum tveimur vikum í Frétta­blaðinu sem snýr að hluta­bréfa­eign dómara Hæsta­réttar. Það er einnig til skoðunar hjá dóm­stólnum. Þá skoðar dóm­stóllinn einnig mál um meint van­hæfi dómara við Hæsta­rétt í málum fyrr­verandi eig­enda og lykil­starfs­manna úr öllum föllnu bönkunum þremur eru komin til efnis­með­ferðar hjá Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu. Málin þrjú varða meint van­hæfi sex hæsta­réttar­dómara sem dæmdu mál kær­endanna hér heima. Einn þeirra, Markús Sigur­björns­son, dæmdi öll málin þrjú, þá for­seti Hæsta­réttar.