Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu (MDE) mun næst­komandi þriðju­dag kveða upp dóm í máli Bjarna Ár­manns­sonar, fyrr­verandi banka­stjóri Glitnis, gegn ís­lenska ríkinu.

Skaut Bjarni niður­stöðu Hæsta­réttar til MDE árið 2014 þar sem hann var dæmdur í átta mánaða skil­orðs­bundið fangelsi og til að greiða 36 milljónir króna í sekt fyrir van­taldar tekjur árin 2007 til 2009 vegna tekju­r­á­ránna 2006 til 2008.

Skatt­rann­sóknar­stjóri hóf rann­sókn á skatt­skilum Bjarna árið 2009 í tengslum við sölu á hluta­bréfum hans í gegnum fé­lag hans, Sjávar­sýn, í kjöl­far þess að Bjarni lét af störfum sem banka­stjóri Glitnis. Það var síðan árið 2012 að ríkis­skatt­stjóri endur­á­kvarðaði gjöld vegna þessa að við­bættu 25 prósent á­lagi.

Sama ár var mál Bjarna tekið fyrir í héraði eftir að skatt­rann­sóknar­stjóri kom málinu á­leiðis til sér­staks sak­sóknara. Þar var Bjarni sak­felldur og á­frýjaði hann til Hæsta­réttar sem stað­festi dóminn úr héraði og hafnaði frá­vísunar­kröfu Bjarna.

„Ég tel því að með dóminum sé verið sé að refsa mér í annað sinn fyrir sama brotið,“ sagði Bjarni í sam­tali við Morgun­blaðið árið 2014 eftir dóminn í Hæsta­rétti. Hann hafi greitt um­rædda skatta og við­bótar­á­lag sem á­kvarðað var af skatta­yfir­völdum.

Frétta­blaðið greindi frá því fyrr í vikunni að Héraðs­dómur Reykja­víkur hafi dæmt Sjávar­sýn í hag þegar hann felldi úr gildi úr­skurði yfir­skatta­nefndar og ríkis­skatt­stjóra vegna kaupa fé­lagsins á Imagine Invest­ment árið 2007. Fé­lögin gengu saman árið 2012 og dæmdi héraðs­dómur Bjarna fé­laginu 80 milljónir í vegna of­sköttunar.

Dómur MDE verður kveðinn upp á þriðju­dag líkt og fyrr segir.