Erlent

McDonald's býður ferskt kjöt í fyrsta sinn

Skyndibitakeðjan ​McDonald's hefur tilkynnt að ófryst kjöt sé nú í boði í völdum réttum í Bandaríkjunum. Markmiðið er að allir veitingastaðirnir í landinu verði komnir með ófryst kjöt snemma í maí.

EPA

Skyndibitakeðjan McDonald's hefur tilkynnt að ófryst kjöt sé nú í boði í völdum réttum á hluta 14.146 veitingastaða sinna í Bandaríkjunum. Markmiðið er að allir veitingastaðirnir í landinu verði komnir með ófryst kjöt snemma í maí.

Ekki eru allir borgararnir á matseðlinum með ófrystu kjöti. Ófrysta kjötið er í stórum hamborgurum (e. Quarter Pounders) og í samlokum fyrirtækisins (e. Signature Crafted Recipe sandwiches).

Kjötið er nú í boði á veitingastöðum keðjunnar í Atlanta, Charlotte, Memphis, Miami, Nashville, Orlando, Raleigh and Salt Lake City. Denver, Houston og Los Angeles eru næst á dagskrá, samkvæmt frétt USA Today.

Þar er haft eftir forseta McDonald's í Bandaríkjunum, Chris Kepczinski, að um sé að ræða stærstu breytingu sem gerð hafi verið á vörum McDonald's síðan í október 2015, þegar All Day Breakfast-línan var kynnt til sögunnar.

„Við höfum verið að hlusta á viðskiptavini okkar undanfarin tvö ár og þróað fyrirtækið þannig að við getum boðið upp á betri McDonald's,“ er haft eftir honum. Fyrirtækið hefur ekki gefið út hvort ferskt kjöt verði í boði í Big Mac-borgurum eða McDouble-borgurum.

Talið er að stjórnendur fyrirtækisins séu með þessari nýjung að reyna að bregðast við harðnandi samkeppni á sviði skyndibita. Þegar Ofurskálin fór fram, snemma í febrúar, gerði skyndibitakeðjan Wendy's, sem gerir út á ferska borgara, í sjónvarpsauglýsingu sinni stólpagrín að frosnu kjöti McDonald's.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Tím­a­rit­ið Time í hend­ur millj­arð­a­mær­ings

Erlent

Banna er­lenda gjald­miðla í fast­eigna­við­skiptum

Bretland

Val á endur­skoðanda verði ríkisvætt

Auglýsing

Nýjast

Eik tapaði dómsmáli gegn Andra Má

WOW air klárar 60 milljóna evra fjármögnun

FISK-Sea­food kaupir þriðjung í Vinnslustöðinni

Stytting vinnu­tíma mikil­vægasta kjara­málið

Sveinn tekur við Þjónustumiðstöð Origo

Velta á bílamarkaði dregst saman

Auglýsing