Mat­væl­a­verð á heims­vís­u hef­ur ekki hækk­að jafn mik­ið í ein­um mán­uð­i en í maí sam­kvæmt mat­væl­a­vís­i­töl­u Mat­væl­a­stofn­un­ar Sam­ein­uð­u þjóð­ann­a (FAO). Vís­i­tal­an hækk­að­i um 40 prós­ent í liðn­um mán­uð­i og hef­ur ekki hækk­að jafn mik­ið síð­an í sept­em­ber 2011.

Þett­a þyk­ir merk­i um að verð­bólg­a af völd­um COVID-far­ald­urs­ins sé að auk­ast en vís­i­tal­a FAO gef­ur góða vís­bend­ing­u um þró­un­in­a á mark­að­in­um með land­bún­að­ar­vör­ur á heims­vís­u.

Sí­fellt meir­i eft­ir­spurn eft­ir korn­i og soj­a­baun­um í Kína, mik­ill þurrk­ur í Bras­il­í­u og meir­i eft­ir­spurn eft­ir græn­mæt­is­ol­í­u til fram­leiðsl­u líf­dís­il­ol­í­u eru með­al á­stæð­ur þess að verð á mat­væl­um fer stöð­ugt upp á við. Laun­a-, flutn­ings- og frakt­kostn­að­ur verð­ur einn­ig til þess að mat­væl­a­verð hækk­ar.

Þróun vísitölu FAO síðustu 11 árin.
Mynd/FAO

„Aukn­ing flutn­ings­kostn­að­ar sam­hlið­a hækk­and­i ol­í­u­verð­i og flösk­u­háls­um í frakt­flutn­ing­um með skip­um gera það að verk­um að það er mik­ill þrýst­ing­ur á verð­hækk­an­ir,“ seg­ir Car­lo­in­e Bain hjá Cap­i­tal Econ­om­ics.

Á­hrif­a hækk­and­i mat­væl­a­verðs mun eink­um gæta í fá­tæk­ar­i lönd­um, sem treyst­a meir­a á inn­flutn­ing á mat­væl­um en þau sem rík­ar­i eru þar sem verð á hrá­vör­um til mat­væl­a­fram­leiðsl­u hef­ur minn­i á­hrif á heild­ar­verð mat­væl­a í versl­un­um eða á veit­ing­a­stöð­um.

Verð til neyt­end­a mun hækk­a

Rík­ar­i lönd munu þó ekki slepp­a við verð­hækk­an­ir að því er seg­ir í um­fjöll­un Fin­anc­i­al Tim­es. Stór­ir fram­leið­end­ur mat­væl­a á borð við Nest­lé og Coca-Cola hafa til­kynnt að verð­hækk­un­um á hrá­efn­i verð­i velt út í vör­u­verð. Eftir sam­kom­u­tak­mark­an­ir og út­göng­u­bönn eru marg­ir æst­ir í að fara út að borð­a á nýj­an leik og telj­a hag­fræð­ing­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar lík­legt að það auki verð­hækk­an­ir enn frek­ar.

„Neysl­a mat­væl­a heim­a við bætt­i ekki alveg upp sam­drátt­inn í neysl­u á veit­ing­a­stöð­um en þeg­ar fólk fer út að borð­a á ný fer verð hækk­and­i,“ seg­ir Abdol­rez­a Abbass­i­an, yf­ir­hag­fræð­ing­ur hjá FAO.