Mat­væla­stofnun hefur endur­nýjað rekstrar­leyfi Sam­herja fisk­eldis ehf., dóttufélag Samherja, að Stóru-Vatns­leysu í Vogum í sam­ræmi við lög um fisk­eldi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Mat­væla­stofnun.

Mat­væla­stofnun aug­lýsti til­lögu að rekstrar­leyfi á vef stofnunarinnar þann 19. ágúst 2020 og var frestur til að skila inn at­huga­semdum til 23. septem­ber 2020.

Sam­herji fisk­eldi sótti um endur­nýjun á rekstrar­leyfi vegna 1.600 tonna líf­massa mat­fisk­eldi á laxi, bleikju og regn­boga­silungi að Stóru-Vatns­leysu í Vogum.

Út­tekt starfs­stöðvar hefur farið fram og stað­festir Mat­væla­stofnun gildis­töku rekstrar­leyfis Sam­herja fisk­eldis FE-1154 að Stóru-Vatns­leysu í Vogum en starf­semin er einnig háð starfs­leyfi Um­hverfis­stofnunar.