Erlent

Martin Sorell hættir hjá WPP

Martin Sorell, sem stofnaði eina stærstu auglýsingastofu í heimi, WPP, fyrir 33 árum, tilkynnti í dag að hann ætli að stíga til hliðar.

Martin Sorell

Martin Sorell, stofnandi einnar stærstu auglýsingastofu í heiminum, WPP, tilkynnti í dag að hann ætli að hætti sem forstjóri fyrirtækisins, eftir 33 ára starf. Ástæða uppsagnar hans er rannsókn á persónulegum misferli hans.

Í bréfi sem hann sendi starfsfólki WPP í dag neitar hann fyrir að hann hafi gert nokkuð rangt af sér en segir að rannsóknin truflaði og setti of mikinn þrýsting á störf fyrirtækisins.

Greint er frá því á Reuters að Sorell segi bréfinu að fyrir „ hag fyrirtækisins, viðskiptavina okkar, og allra kröfuhafa, er best fyrir mig að stíga til hliðar“.

Roberto Quarta, stjórnarformaður fyrirtækisins tekur við stjórninni á meðan leitað verðu að nýjum forstjóra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Leigusalar í mál við House of Fraser

Erlent

Telia kaupir Bonnier fyrir 106 milljarða króna

Erlent

Stjórnendur stálrisa sóttir til saka

Auglýsing

Nýjast

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Minni fólksfjölgun á milli ára

Boðar enn frekari refsitolla á kínverskar vörur

Auglýsing