Markús Hörður Árnason, fráfarandi framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá TM, hefur tekið við starfi fjárfestingastjóra hjá Alfa Framtaki. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.

Fram kom í frétt Markaðarins í morgun að Ásgeir Baldurs, fyrrverandi fjárfestingastjóri GAMMA og áður forstjóri VÍS, hefur verið ráðinn til að taka við af Markúsi Herði hjá TM.

Markús hefur víðtæka reynslu á fjármálamarkaði, en undanfarin ár hefur hann gengt stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga hjá TM.

Fyrir tíma sinn hjá TM vann hann hjá fjárfestingarfélaginu Stoðum og Landsbankanum.

Markús er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.