Erlent

Markaðir rétta úr kútnum eftir miklar lækkanir

Hlutabréf í Asíu og Evrópu hækkuðu lítillega í nótt og morgun eftir talsverðar lækkanir á síðustu dögum.

NordicPhotos/Getty

Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir umtalsverðar lækkanir síðustu daga. Dax-vísitala kauphallarinnar í Frankfurt hækkaði um 1,2 prósent við opnun markaða í morgun og aðrar evrópskar vísitölur hækkuðu einnig lítillega.

Sömu sögu er að segja af asískum hlutabréfamörkuðum en sem dæmi hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1,8 prósent og TWSE-vísitlan í Taívan rauk upp um meira en 3 prósent. Topix-vísitala kauphallariinnar í Tókýó hélst nokkuð stöðug í viðskiptum dagsins eftir 3,5 prósenta lækkun í gær, að því er fram kemur í frétt Financial Times.

Miklar lækkanir hafa sem kunnugt er verið á mörkuðum í vikunni en greinendur telja að nokkrir þættir geti skýrt óróann. Fjárfestar eru til að mynda sagðir hafa áhyggjur af viðskiptastríði Kína og Bandaríkjanna, hækkandi stýrivöxtum vestanhafs og hægari hagvexti á heimsvísu.

S&P 500 vísitalan fór niður um 2,1 prósent í viðskiptum gærdagsins en vísitalan hefur lækkað um 5 prósent það sem af er vikunnar. Eftir að hafa lækkað sex daga í röð hækkaði FTSE All-World hlutabréfavísitalan lítillega, eða um 0,5 prósent, við opnun markaða í Evrópu í morgun. Er búist við því að hækkunin smitist til Bandaríkjanna þegar markaðir opna þar í landi eftir hádegi.

„Við höfum horft upp á skarpa niðursveiflu en nú hefur markaðurinn dregið andann,“ segir Kerry Craig, greinandi hjá JPMorgan, í samtali við Financial Times.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,5 prósent í um 2,9 milljarða króna veltu í gær. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel, um 830 milljónir króna, og lækkuðu bréfin um 2,8 prósent. Þá féll hlutabréfaverð í Icelandair Group um 3,3 prósent. Aðeins eitt félag hækkaði í verði, Arion banki, og nam hækkunin ríflega 1,2 prósentum í 826 milljóna króna viðskiptum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Vilja reka Zucker­berg úr stóli stjórnar­for­manns

Erlent

Lækkanir á asískum hluta­bréfa­mörkuðum

Erlent

Risa­keðjan Sears óskar eftir greiðslu­stöðvun

Auglýsing

Nýjast

Krónan ekki veikari í meira en tvö ár

Samþykkir kaupin á CP Reykjavík

Afkoma Origo betri en áætlað var

Vá­­­trygginga­­fé­lögin styrkja hjarta­deild um 18 milljónir

Sjóðsfélagar njóta forgangs við úthlutun íbúða

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

Auglýsing