Annar þáttur Markaðarins var sýndur á Hringbraut í gærkvöldi.

Rætt var við tvo viðmælendur um stóru málin í deiglunni.

Hrefna Björk Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Roks og stjórnarmaður í samtökum fyrirtækja í veitingarekstri, segir veitingamenn vilja sérkjarasamninga því núverandi samningar komi atvinnugreininni afar illa.

Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur hjá Arion banka, ræddi nýja þjóðhagsspá bankans en samkvæmt henni verður hagvöxtur ársins meiri en áður var talið. Ástæðan er aukin einkaneysla og fjárfestingar hins opinbera og einkageirans.

Horfið á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.