Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Gísli Halldórsson, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum, mættu í Markaðinn, frétta- og viðtalsþátt um viðskipti og efnahagsmál, sem var sýndur á Hringbraut síðasta miðvikudag

Anna Hrefna ræddi um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar frá því að COVID-19 heimsfaraldurinn hófst. Hún sagði að sóttvarnar­aðgerðir stjórnvalda fremur en efnahagsaðgerðir sem væru líklegri til að valda auknum ójöfnuði í samfélaginu.

„Ég myndi ekki segja að efnahagsaðgerðir stjórnvalda hafi stuðlað að ójöfnuði, þvert á móti hafa þær miðað sérstaklega að því að draga úr áfallinu, milda það og dreifa því jafnar yfir þjóðfélagshópa og tíma,“ sagði Anna Hrefna.