Halldór Harðarson, markaðsstjóri hjá Arion banka, hefur látið af störfum. Þetta staðfestir hann í samtali við Markaðinn.

Halldór hefur unnið sem markaðsstjóri Arion banka frá árinu 2015. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri markaðssviðs N1 á undan því sem forstöðumaður markaðsdeildar Símans á árunum 2010 til 2013, framkvæmdastjóri markaðs- og framleiðsludeildar Latabæjar 2008 til 2009 og forstöðumaður markaðsdeildar Icelandair 2005 til 2008. Halldór hefur lokið B.Sc. gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands.

Í samtali við Markaðinn segir Halldór að það sé kominn tími til að prófa eitthvað nýtt.

„Ég ákvað að nú væri góður tími til að leita nýrra tækifæra eftir rúmlega 6 farsæl ár hjá Arion banka. Sem markaðsstjóri bankans tók ég meðal annars þátt í að móta og innleiða þá ótrúlega skemmtilegu vegferð sem bankinn hefur verið á hvað varðar stafræna þjónustu og upplifun. Ég hugsaði með mér að það væri ágætt að hætta á meðan hæst stendurenda er það eðli starfsins að vilja þróast og takast reglulega á við nýjar áskoranir. Nú er markmiðið að slaka á og ég mun síðan kíkja í kringum mig eftir nýjum verkefnum eftir áramótin,“ segir Halldór í samtali við Markaðinn.