Í viðtali í Markaðnum á Hringbraut, sem sýnt verður í kvöld, segir Snorri íslenska markaðinn vera úr takti við erlenda markaði og það sé mýta að við hér séum svo tengd erlendum mörkuðum og hreyfumst í takt við þá. Vandamálið hér sé meðal annars að hér vanti meiri tengingu við erlenda markaði, virka erlenda aðila þurfi á íslenska markaðinn.
Snorri segir slæmt gengi markaða vera á skjön við vaxandi hagnað fyrirtækja sem skráð eru á markaði hér á landi. Þetta sé ólíkt því sem gerist erlendis þar sem markaðurinn endurspegli betur gengi fyrirtækja.
Hann segist lækkun hlutabréfa Icelandair undarlega í ljósi þess að olíuverð, sem er stærsti kostnaðarliður félagsins, hafi að undanförnu lækkað um 30 prósent og út frá því ætti verðmat Icelandair að hækka um 50-60 prósent.
Markaðurinn er á dagskrá kl. 19 í kvöld á Hringbraut.
Hér má sjá klippu úr þætti kvöldsins: