Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri endurskoðunarfyrirtækisins EY á Íslandi á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður í september.

Margrét er einn af eigendum EY og hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess á Íslandi. Hún hefur verið sviðsstjóri endurskoðunarsviðs undanfarin ár.

Auk starfa sinna hjá EY hefur Margrét verið formaður Félags löggiltra endurskoðenda, FLE, og situr núna í stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda, IFAC.

Fráfarandi forstjóri, Ásbjörn Björnsson, er einn af stofnendum félagsins. Hann mun starfa áfram hjá EY og veita viðskiptavinum félagsins þjónustu.