Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, sem hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2015, hefur verið ráðin sem fjárfestatengill bankans, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Margrét Lilja hóf störf í áhættustýringu Íslandsbanka og starfaði síðar sem sérfræðingur á einstaklingssviði. Áður starfaði hún hjá Nordea um tveggja ára skeið við lausafjárstýringu og þar áður hjá Seðlabanka Íslands í markaðsviðskiptum og í alþjóðasamskiptum.

Hún er með BSc próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og MSc próf í haggreiningu og tölulegum aðferðum frá Stockholm School of Economics. Hún er einnig með próf í verðbréfaviðskiptum.