Innlent

Margrét í stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda

Margrét verður fulltrúi Íslands og Norræna endurskoðunarsambandsins, NRF, sem stóð að framboði hennar.

Margrét Pétursdóttir Ljósmynd/Aðsend

Margrét Pétursdóttir, einn af eigendum EY og sviðsstjóri endurskoðunarsviðs félagsin, hefur verið kosin í stjórn IFAC, Alþjóðasambands endurskoðenda. 

IFAC samanstendur af 175 endurskoðunarfélögum í yfir 300 löndum og að baki standa félagsmenn sem telja 3 milljónir endurskoðenda. Margrét verður fulltrúi Íslands og Norræna endurskoðunarsambandsins, NRF, sem stóð að framboði hennar.

Margrét hefur sinnt ýmsum ábyrgðarstörfum, innan EY sem og utan, að því er kemur í fram í fréttatilkynningu frá EY. Á síðustu árum hefur Margrét sérhæft sig sífellt meira í endurskoðun fjármálafyrirtækja og hefur Margrét jafnframt undirbúið stjórnarmenn í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu.

Margrét hefur verið gæðaeftirlitsmaður hjá EY og á vegum Félags löggiltra endurskoðenda, FLE. Margrét var formaður FLE á árunum 2015-2017 og formaður Norræna endurskoðunarsambandsins á árinu 2017.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ummælin: Guðbrandur um klofninginn

Innlent

Sig­ríður ráðin fram­kvæmda­stjóri Lyfju

Innlent

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Auglýsing

Nýjast

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Auglýsing