Hin mikla hækkun sem varð á verði hlutabréfa í bankanum eftir söluferlin bæði í fyrra og núna sýnir að þarna eru mikil verðmæti sem eru að skipta um hendur, og ríkissjóður hefur gefið marga milljarða í afslátt," segir Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðingur í fjármálum um sölu á tæplega 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Veruleg umfram eftirspurn var eftir hlut ríkisins í Íslandsbanka sem auglýstur var til sölu síðdegis í gær. Eftir söluna á ríkið 42,5 prósent í bankanum og einkaaðilar 57,5 prósent, eða meirihluta.
Loka gengi í dag var 124,60 en var 122 í gær sem er 2,13 % hækkun en útboðsgengið var 117. Hluturinn sem var seldur var því virði 56,07 milljarða í lok dags eftir sölu sem er 3,42 milljarða króna hækkun.
,,Stofnanir hins opinbera og traust til þeirra skipta miklu máli. Þess vegna er vinnulag Bankasýslunnar og gagnsæi í þeim störfum sem hún fer með fyrir hönd okkar almennings lykilatriði. Það hvernig verðið, eða afslátturinn, var ákvarðaður og þeir fjárfestar valdir sem fengu að kaupa hluti af ríkinu í öðru skrefi einkavæðingar Íslandsbanka er því mikilvægt að upplýsa, " segir Ásgeir Brynjar.