Markaðsvirði Marels hefur rofið 500 milljarða múrinn. Um hádegisbilið var félagið metið á tæplega 503 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Það sem af er degi hefur markaðsvirðið hækkað um 2,4 prósent í viðskiptum sem nema 1,3 milljörðum króna. Á undanförnum tólf mánuðum hafa bréfin hækkað um 67 prósent.

Marel var tvíhliða skráð í kauphöllina í Amsterdam í fyrra og hefur erlent eignarhald aukist úr tveimur prósentum fyrir tveimur árum í um 30 prósent nú.

Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með 20 prósenta hlut og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eiga 5 prósenta hlut hvor.