Opnun sýningarhússins í Shanghai er þáttur í stefnu Marel að styrkja starfsemi Marel í Kína og í þessum heimshluta. Sýningarhús þar sem hægt er að taka á móti viðskiptavinum og bjóða upp á fyrsta flokks upplifun af hátæknilausnum Marel, bæði í persónu og rafrænt, mun styðja við vaxtarmarkmið Marel í Kína og vera mikilvægur vettvangur til þess að kynna Marel sem lykil samstarfsaðila fyrir matvælaframleiðendur á þeirri vegferð að umbreyta því hvernig matvæli eru unnin.

Opnunarhátíðin fór fram þann 8. nóvember og var vel sótt. Þar voru 120 gestir, þar á meðal lykilsamstarfsaðilar Marel, viðskiptavinir, háttsettir embættismenn, bæði frá Kína og öðrum löndum, auk leiðandi fjölmiðla á sviði viðskipta- og matvælavinnslu.

Viðburðurinn hófst með hátíðarræðum heiðursgesta . Meðal gesta voru fulltrúi frá héraðsstjórninni í Shanghai Minhang, formaður Matvælaöryggissamtaka Shanghai, sendiherra Íslands í Kína, aðalræðismaður Hollands í Shanghai og stjórnendur frá Marel.

Í ræðu sinni lagði Denver Lu, framkvæmdastjóri Marel í Kína, áherslu á stefnu Marel að festa rætur í Kína, vaxa í samstarfi við þarlendra viðskiptavini og stuðla að umbreytingu matvælavinnslu í Kína með alþjóðlega staðla og og gæði að leiðarljósi.

Shaun Tuo, framkvæmdastjóri Shanghai Progress Point, kynnti í kjölfarið sýningarhús Marel í Shanghai. Í ræðu sinni sagði hann frá tilgangi og mikilvægi setursins til að stuðla að auknum vexti Marel í Kína. Með sýningarhúsinu verður Marel betur í stakk búið; bæði til að styðja við próteinvinnsluiðnaðinn í Kína og á svæðinu og til að veita einstaka upplifun í notkun véla og hugbúnaðar frá Marel með því að bjóða matvælaframleiðendum upp á þjálfun, sýnikennslu, sýningar og aðra viðburði.

Kynningunum var fylgt eftir með vígsluathöfn og líflegum pallborðsumræðum. Þar var rætt um áskoranir og strauma í matvælavinnsluiðnaði í Kína og hvernig stjórnvöld, matvælaframleiðendur og hátæknifyrirtæki, eins og Marel, sem bjóða upp á hátæknilausnir, hugbúnað og þjónustu, þurfa að vinna saman að stöðugri framþróun í matvælavinnslu. Í pallborðinu voru stjórnendur frá ýmsum matvælaframleiðendum þar á meðal Danish Crown, Inner Mongolia Kerchin Cattle Industry Co., Shanghai Food Safety Federation ásamt Denver Lu.

Þar var m.a. rætt um áskoranir sem tengjast COVID19, breyttan smekk og óskir neytenda meðal annars aukna eftirspurn eftir fjölbreyttara vöruúrvali og tilbúnum réttum, vöxt í netverslun, auknar kröfur neytenda um matvælaöryggi og rekjanleika og aukna þörf fyrir náið samstarf þvert á aðfangakeðjuna til að tryggja samkeppnisstöðu iðnaðarins til framtíðar.

Í glænýju húsnæðinu, sem er 1.600 m², er að finna fullkomnustu innviði, opin rými og sameiginleg svæði hönnuð fyrir samvinnu og til þess að byggja upp öflugan starfsanda meðal starfsmanna sem hafa aðsetur í Shanghai. Með þessu húsnæði hefur Marel nú byggt aðlaðandi vettvang þar sem viðskiptavinir okkar geta hitt sérfræðinga Marel í sölu- og þjónustu og upplifað af eigin raun hvernig lausnir og hugbúnaður Marel getur bætt skilvirkni, afköst, sjálfbærni og arðsemi.

Nú þegar ferðatakmarkanir og reglur um fjarlægð eru ríkjandi, eru verksmiðjuheimsóknir og viðskiptasýningar orðnar sjaldgæfari. Sýningarhús Marel um allan heim eru því enn mikilvægari til þess að efla góð samskipti við viðskiptavini meðal annars með sýnikennslu á lausnum og hugbúnaði, beinum útsendingum á netinu og notkun sýndarveruleika (XR) til þess að líkja eftir verksmiðjuumhverfi.

Í Kína býr nú 1,4 milljarður manns og fer íbúafjöldinn vaxandi. Þar er nú að finna stærsta dýraprótein- og vinnslumarkað í heimi. Kína er því og verður áfram mikilvægur markaður fyrir Marel. Sýningarhús Marel, Shanghai Progress Point, er mikilvægur liður í að styrkja samstarf við matvælaframleiðendur og styðja við vaxtarmarkamið félagsins á þessum mikilvæga markaði.