Marel hefur lokið við lang­tíma fjár­mögnun með út­gáfu á Schuldschein bréfum að fjár­hæð 140 milljónir evra, jafn­virði um 19,5 milljarða ís­lenskra króna, með föstum og fljótandi vöxtum til fimm og sjö ára. Þetta kemur fram í til­kynningu til Kaup­hallar Ís­lands. 

Fé­lagið greindi frá á­ætlun sinni í lok októ­ber um að gefa út 100 milljónir evra. „Um­fram­eftir­spurn var eftir bréfunum, en í ljósi á­huga fjár­festa á traustum rekstri Marel og hag­stæðra markaðs­að­stæðna á fjár­mála­markaði var út­gáfan stækkuð í 140 milljónir evra,“ segir í til­kynningunni. 

Lang­stærstur hluti út­gáfunnar var til fimm ára með 110 punkta á­lagi yfir milli­banka­vöxtum í evrum (EURI­BOR) en sjö ára út­gáfan var með 130 punkta álag yfir milli­banka­vöxtum í evrum. Út­gáfan var seld til fjöl­breytts hóps fjár­festa á megin­landi Evrópu og Asíu. 

„Við erum afar á­nægð með þann mikla á­huga sem fyrsta Schuldschein út­gáfa Marel hefur fengið frá fjár­festum. Út­gáfan endaði í 140 milljónum evra, en um­fram­eftir­spurn var eftir bréfunum sem stað­festir trú fjár­festa á traustum rekstri Marel og fjár­hags­styrk. Við erum þakk­lát fyrir það traust sem fjár­festar sýna með þessum hætti, en með út­gáfunni fjölgum við stoðum í lang­tíma fjár­mögnun fé­lagsins sem eykur sveigan­leika í rekstri og styður við metnaðar­fullar á­ætlanir um fram­tíðar­vöxt og virðis­aukningu,“ er haft eftir Lindu Jóns­dóttur, fjár­mála­stjóra Marels. 

Um­sjónar­aðilar út­boðsins voru ABN AMRO N.V, Bayerische Land­es­bank og Unicredit Bank AG.

Fylgstu með helstu vendingum á mörkuðum og í viðskiptalífinu á vefsíðu Markaðarins.