Verð þeirra hlutabréfa Marels sem skráð eru í Euronext-kaup­höll­inni í Amster­dam hafa hækkað um 4,55 prósent það sem af er degi. Gengi bréfanna er nú 4,14 evrur á hlut.

Gengið hefur hækkað um tólf prósent frá því að bréfin voru skráð í hollensku kauphöllina í byrjun sumars.

Þá hefur gengið í kauphöllinni hér heima hækkað um 2,46 prósent í 643 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi.

Markaðurinn greindi frá því að íslenskir fjárfestar hefðu aðeins fengið fengu úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Í útboðinu, sem efnt var til samhliða skráningu Marels í Euronext-kauphöllina í Amsterdam, voru 90,9 milljónir nýrra hluta í félaginu seldar á genginu 3,7 evrur á hlut, jafnvirði um samanlagt 47 milljarða króna, en komi til nýtingar valréttar á 9,1 milljón hluta til viðbótar mun heildarfjárhæð útboðsins hækka í tæplega 52 milljarða króna.