Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn Hafþóri Helgasyni, at­hafna­manni og fyrrverandi fram­kvæmdar­stjóra Tölvu­teks, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Hafþór er ákærður fyrir skattsvik upp á tugi milljóna og peningaþvætti í rekstri Tölvuteks á árunum 2018 og 2019.

Í á­kæru héraðs­sak­sóknara er Hafþóri meðal annars gefið sök að hafa ekki greitt virðis­auka­skatt árið 2019 upp á tæpar 14.5 milljónir króna á meðan hann var fram­kvæmdar­stjóri fyrir­tækisins.

Einnig er hann sakaður um að hafa ekki stað­greitt opin­ber gjöld árin 2018 og 2019 að fjárhæð rúmlega 35,5 milljónir króna.

Um er að ræða rúmlega 50 milljóna króna skatta­laga­brot sem Haf­þór er á­kærður fyrir.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
GVA