Veit­ingastaður­inn Maika'i opnar annað útibú í Smáralindinni í desember.

Maika'i hefur boðið upp á acai skálarnar í rúm tæp tvö ár en eigendur staðarins, Ágúst Freyr Halls­son og Elísa­bet Metta Svan Ásgeirs­dótt­ir byrjuðu að selja skálarnar hjá kaffihúsinu Sætum Snúðum á Mathöll Höfða. Þá opnuðu þau fyrsta útibúið undir nafni Maika'i á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur í júlí síðastliðnum en skálarnar fást einnig í Class­an­um Sport við hlið lík­ams­rækt­ar­stöðvar­inn­ar World Class Laug­um.

Skálarnar hafa notið gríðarlegra vinsælda meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, en um hollari skyndibita er að ræða.

Ágúst Freyr, segir í samtali við Morgunblaðið að þau hafi fundið fyrir eftirspurn eftir skálunum í Kópavogi og hjá fólki sem starfar í bæjarfélaginu. Þegar að tækifærið hafi boðist voru þau ekki lengi að stökkva á það.

Maika'i opnar í Smáralindinni þar sem Jói fel rak áður bakarí og mun deila rým­inu með kökuþjón­ust­unni Sæt­um synd­um.

Maika'i á einnig matarvagn
Fréttablaðið/Maika'i