Sprotafyrirtækin tíu, sem valin voru til að taka þátt í Startup SuperNova hraðlinum í sumar kynna viðskiptaáætlanir sínar fyrir fjárfestum í dag.

Fyrirkomulag viðburðarins verður svipað því sem fólk þekkir úr sjónvarpsþáttunum Shark Tank. Stofnendurnir fá 5 mínútur hver til að kynna hugmynd sína og þurfa svo að svara spurningum tveggja hákarla, en í hlutverkum þeirra er athafnamaðurinn Magnús Scheving og Jenný Ruth Hrafnsdóttir, meðeigandi fjárfestingarsjóðsins Crowberry Capital.

Með hugmynda sem kynntar verða fyrir hákörlunum, og fleiri fjárfestum sem verða í salnum, er að framleiða vetni til útflutnings, hanna og selja sjálfbæran útivistarfatnað úr plasti sem fangað er úr hafinu, og þjónusta við að endurstaðsetja starfsfólk til að mæta aukinni þörf fyrir fjarvinnu milli landa.

Fylgjast má með streymi frá viðburðinum hér og hefst dagskráin kl.13.