Magnús Már Guð­munds­son hefur verið ráðinn nýr fram­kvæmda­stjóri BSRB. Hann tekur við starfinu af Helgu Jóns­dóttur, sem lét af störfum um ára­mótin. Magnús hefur verið borgar­full­trúi og vara­borgar­full­trúi frá árinu 2014 en mun óska eftir leyfi frá störfum á fundi borgar­stjórnar í næstu viku. 

„Það eru spennandi tímar hjá BSRB eins og annars staðar í verka­lýðs­hreyfingunni og ég hlakka til að starfa með öflugu fólki innan banda­lagsins og í aðildar­fé­lögum þess,“ segir Magnús Már. „Bar­átta verka­lýðs­fé­laga er bar­átta fyrir bættu sam­fé­lagi sem rímar vel við þær hug­sjónir sem ég hef beitt mér fyrir á öðrum vett­vangi á undan­förnum árum.“ 

Magnús er með B.A. próf í sagn­fræði frá Há­skóla Ís­lands með stjórn­mála­fræði sem auka­grein. Hann er með kennslu­réttindi sem grunn- og fram­halds­skóla­kennari og hóf ný­lega meistara­nám í opin­berri stjórn­sýslu. 

Magnús starfaði með fötluðum börnum og ung­mennum hjá Í­þrótta- og tóm­stunda­sviði Reykja­víkur­borgar með námi á árunum 2002 til 2008. Hann var frétta­maður á frétta­stofu Vísis.is og Bylgjunnar að námi loknu en hóf störf sem kennari í Mennta­skólanum í Kópa­vogi árið 2011. Hann var kjörinn vara­borgar­full­trúi í Reykja­víkur­borg árið 2014, varð tíma­bundið borgar­full­trúi árið 2016, en hefur verið vara­borgar­full­trúi aftur frá árinu 2017. 

„Það er mikill fengur fyrir okkur hjá BSRB að fá Magnús Má til liðs við okkur,“ segir Sonja Ýr Þor­bergs­dóttir, for­maður BSRB. „Magnús kemur með mikla reynslu með sér til starfa, til að mynda hefur hann stýrt til­rauna­verk­efni um styttingu vinnu­vikunnar hjá Reykja­víkur­borg síðustu árin og þekkir því vel til þessa stóra stefnu­máls banda­lagsins.“