Opinber rekstur er of mikill á íslenskum fjarskiptamarkaði að mati Orra Haukssonar, forstjóra Símans. Orri var gestur í sjónvarpsþættinum Markaðurinn sem sýndur verður í kvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

„Ég hef lengi talað fyrir því að draga þurfi úr opinberu eignarhaldi á íslenska fjarskiptamarkaðnum og að virkja mætti kraft í gegnum einkafjármagnið í þeim geira,“ segir Orri og bætir við að Gangaveita Reykjavíkur sem nú heiti Ljósleiðarinn hafi lýst því yfir að félagið sé að skoða að fara í hlutafjáraukingu.

„Ég vona að sú hlutafjárauking verði ekki frá opinberum aðilum eins og hingað til.“

Orri segir að ESA hafi bent á að þeir brjóti ríkisstyrktar reglur EES samningsins og að það sé ámælisvert.

Í þættinum var einnig rætt um sölu Símans á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að hleypa ekki viðskiptunum í gegn án skilyrða. Þá var auk þess rætt um innleiðingu 5G og hvað sé fram undan hjá Símanum.