Viðskipti

Ma yfirgefur Alibaba Group

Jack Ma, stofnandi Alibaba Group. Nordicphotos/AFP

Jack Ma hyggst hætta sem stjórnarformaður Alibaba Group, félagsins sem rekur netverslanirnar Alibaba.com og AliExpress.com, í september 2019. Framkvæmdastjórinn Daniel Zhang mun taka við starfinu en Ma mun sitja í stjórn til 2020.

Ma er sagður ætla að einbeita sér að mannúðarstörfum. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær sagði hann að Zhang væri stórkostlegur leiðtogi og að undir hans stjórn hefði Alibaba vaxið síðustu þrettán ársfjórðunga samfleytt.

Fyrirtækið stofnaði Ma árið 1999 og hefur ör vöxtur þess leitt til þess að Ma varð einn ríkasti maður í heimi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Veik króna refsaði IKEA á metsöluári

Viðskipti

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Viðskipti

Creditinfo með 2,3 milljarða samning í Óman

Auglýsing

Nýjast

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Auglýsing