Bald­vin M. Her­manns­son for­stjóri Flug­fé­lagsins At­lanta ehf, hefur á­samt hópi lykil­starfs­manna keypt 20 prósenta hlut í At­lanta og tengdum fé­lögum. Samkvæmt tilkynningu hafa samningar verið undirritaðir og er kaupverðið sagt trúnaðarmál á milli samningsaðila.

„Eftir að hafa tekist á við afar krefjandi verk­efni í kjöl­far CO­VID far­aldursins er Flug­fé­lagið At­lanta nú reiðu­búið til að taka næstu skref inn í fram­tíðina, á­samt frá­bæru starfs­fólki. Fé­lagið stendur styrkum fótum og sveigjan­leiki okkar með þann flug­flota sem við höfum yfir að ráða gefur okkur til­efni til bjart­sýni. Sam­einað og öflugt stjórn­enda- og eig­enda­t­eymi fé­lagsins hlakkar til komandi verk­efna,“ segir Hannes Hilmars­son, stjórnar­for­maður At­lanta, í til­kynningu um kaupin.

Flug­fé­lagið At­lanta rekur nú níu B747-400 frakt­flug­vélar og er starfs­stöð þess á Ís­landi. Þá kemur fram í tilkynningunni að unnið sé að stofnun flugfélags á Möltu. Alls starfa um 200 manns fyrir félagið á Íslandi en það skilaði á síðasta ári um sjö milljörðum króna til ís­lenska hag­kerfisins samkvæmt tilkynningunni.

„Kaup okkar í Flug­fé­laginu At­lanta undir­strika þá miklu trú sem við höfum á fé­laginu og fram­tíðar­á­ætlunum þess. Við ætlum að halda á­fram að stækka og eflast á komandi árum. Við munum bæta enn frekar við flug­flotann, stækka markaðs­svæði okkar og hlut­deild á markaði og fram­undan eru afar spennandi tímar,“ segir Bald­vin M. Her­manns­son, for­stjóri At­lanta, í til­kynningunni.