Amgen er nú komið í beina samkeppni við lyfjafyrirtækið AbbVie, sem hefur á seinustu 20 árum hækkað verðið á lyfinu Humira meira en 30 sinnum. Frá árinu 2016 hefur lyfjaverð Humira hækkað um sextíu prósent og kostar það nú í kringum 80 þúsund Bandaríkjadali á ári.
Greinendur telja að áhrifin af samkeppni Amgen við AbbVie verði takmörkuð til að byrja með, meðal annars þar sem sjúklingar geti ekki fengið hliðstæðuna afhenta án þess að læknir ávísi henni sérstaklega.
Samkvæmt Wall Street Journal telur höfundur greinarinnar að tvö fyrirtæki muni koma fast á hæla Amgen með útskiptilega Humira hliðstæðu, Boehringer Ingelheim og Alvotech.
Helsti munurinn á milli þessum hliðstæðum er sú að Boehringer og Amgen bjóða lyfið í lægri styrkleika en Alvotech í hærri styrk, en innan við 10 prósent af allri sölu lyfsins á Bandaríkjamarkaði er af lægri styrkleikanum.
Alvotech er eina fyrirtækið sem vitað er til að hafi lagt inn umsókn til Bandaríska lyfjaeftirlitsins (FDA) um útskiptileika með hærri styrk. Að sögn eftirlitsins hafa framlögð gögn sem fylgdu umsókn Alvotech sýnt að kröfur um útskiptileika hafi verið uppfylltar.