Am­gen er nú komið í beina sam­keppni við lyfja­fyrir­tækið Abb­Vi­e, sem hefur á seinustu 20 árum hækkað verðið á lyfinu Humira meira en 30 sinnum. Frá árinu 2016 hefur lyfja­verð Humira hækkað um sex­tíu prósent og kostar það nú í kringum 80 þúsund Banda­ríkja­dali á ári.

Grein­endur telja að á­hrifin af sam­keppni Am­gen við Abb­Vi­e verði tak­mörkuð til að byrja með, meðal annars þar sem sjúk­lingar geti ekki fengið hlið­stæðuna af­henta án þess að læknir á­vísi henni sér­stak­lega.

Sam­kvæmt Wall Street Journal telur höfundur greinarinnar að tvö fyrir­tæki muni koma fast á hæla Am­gen með út­skipti­lega Humira hlið­stæðu, Boehringer Ingel­heim og Al­vot­ech.

Helsti munurinn á milli þessum hlið­stæðum er sú að Boehringer og Am­gen bjóða lyfið í lægri styrk­leika en Al­vot­ech í hærri styrk, en innan við 10 prósent af allri sölu lyfsins á Banda­ríkja­markaði er af lægri styrk­leikanum.

Al­vot­ech er eina fyrir­tækið sem vitað er til að hafi lagt inn um­sókn til Banda­ríska lyfja­eftir­litsins (FDA) um út­skipti­leika með hærri styrk. Að sögn eftir­litsins hafa fram­lögð gögn sem fylgdu um­sókn Al­vot­ech sýnt að kröfur um út­skipti­leika hafi verið upp­fylltar.