Innlent

Lyfjaauðkenni fær undanþágu frá samkeppnislögum

Lyfjaauðkenni var stofnað til þess að uppfylla skilyrði Evrópureglugerðar sem er ætlað að tryggja rekjanleika lyfjapakkninga.

Fréttablaðið/Getty

Samkeppniseftirlitið hefur veitt Lyfjaauðkenni ehf. undanþágu frá ákvæði í samkeppnislögum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 

Lyfjaauðkenni var stofnað árið 2017 til þess að uppfylla skilyrði Evrópureglugerðar sem er ætlað að tryggja rekjanleika lyfjapakkninga á Evrópska efnahagssvæðinu. Er tilgangur Lyfjaauðkennir að halda utan um auðkennis- og gagnasamskiptakerfi fyrir lyf.

Stofnendur félagins samkvæmt hluthafaskrá eru Vistor, Alvogen, Icepharma, Actavis Pharmaceuticals Ice, LYFIS og Williams & Halls.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að samstarf af þessu tagi sé óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Hins vegar uppfylli það ákvæði um undanþágu. Eftirlitið setur því skilyrði fyrir samstarfinu.

Á meðal þeirra er það að Lyfjaauðkenni sé óheimilt að synja nýjum aðilum, sem þess óska, um þátttöku í samstarfinu nema ríkar, sanngjarnar og málefnalegar ástæður séu forsenda synjunarinnar. Þá er aðilum samstarfsins óheimilt að miðla hvers konar viðskiptalegum upplýsingum sín á milli, t.d. um verð og viðskiptakjör, núverandi eða mögulega keppinauta eða viðskiptavini.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Skotsilfur: Línur að skýrast

Innlent

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Innlent

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Auglýsing

Nýjast

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

​Aug­lýsa eftir arf­taka Más í Seðla­bankanum

Formaður VR í kaffi með sósíalistum

Arnarlax tapaði 405 milljónum

Auglýsing