Í dag opnar ný kynlífstækja­verslun og heima­síða Losti.is. Verslunin og síðan, sem einnig er veftímarit, er rekin af fjórum ungum konum sem allar kynntust við störf í versluninni Blush. Það eru þær Bára Lind Þórarins­dóttir, Eva Brá Önnu­dóttir, Saga Iluvia Sigurðar­dóttir og Helena Helga Berg­mann Baldurs­dóttir.

Fram kemur á vef­síðunni að fyrir­tækið sé „ raun­gering á draumi fjögurra ungra kvenna til að venju­gera, fræða og upp­lýsa um hina ýmsu anga kyn­hegðunar mann­eskjunnar.“ Á sama tíma viljum það þjóna sem allra fjöl­breyttustum hópi fólks með úr­vali af vörum sem henti þeirra þörfum, með sér­stöku til­liti til þeirra hópa sem oft gleymist m.a. vegna kyn­vitundar, kyn­heigðar, fatlana, aldurs eða blæta.

Eva Brá, einn eig­endanna, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að ó­lík­legt væri að þær hefðu nokkurn tímann náð saman ef þær hefðu ekki verið samstarfsfélagar.

„Við urðum vin­konur þar og komumst fljótt að því að okkur fannst gaman að vinna saman og þessi geiri skemmti­legur, en fundum líka þörf fyrir annars konar batterí sem væri með ó­líkar á­herslur. Í starfi okkar þar þá fundum við fyrir á­kveðnu gati á markaðnum sem okkur langar með Losta að fylla upp í,“ segir Eva Brá.

Verslun og veftímarit

Hún segir að fyrir­tækið verði ekki einungis net­verslun, heldur sé það tví­skipt. Þær muni einnig halda úti vef­tíma­riti.

„Við munum leggja sér­staka á­herslu á þá hópa sam­fé­lagsins sem gleymast oft í um­ræðunni á þessu sviði um kyn­frelsi, eða er hrein­lega ekki hlustað á. Okkar megin mark­mið er að vera ekki bara verslun fyrir alla, heldur líka að skapa vett­vang fyrir ó­líkt fólk að deila ó­líkum reynslu­heimi. Það er víðara en bara kyn­líf, heldur munum við líka líta til kyn­vitundar og upp­lifunar fólks í stærra sam­hengi,“ segir Eva Brá.

„Við munum leggja sér­staka á­herslu á þá hópa sam­fé­lagsins sem gleymast oft í um­ræðunni á þessu sviði um kyn­frelsi, eða er hrein­lega ekki hlustað á. Okkar megin mark­mið er að vera ekki bara verslun fyrir alla, heldur líka að skapa vett­vang fyrir ó­líkt fólk að deila ó­líkum reynslu­heimi. Það er víðara en bara kyn­líf,“ segir Eva Brá.

Hún segir að þannig stefni þær á að vera einnig með her­ferðir, við­burði og „alls­konar pönk“.

„Eftir að hafa unnið í þessum geira höfum við fundið að okkur finnst gaman að vinna með þessi mál og langar að taka þau lengra. Út fyrir hug­myndina að selja vörur og á­herslan verður þannig sett á að rödd jaðar­settra hópa fái að heyrast eins hátt og annarra,“ segir Eva Brá.

Ákveðnir hópar skildir eftir í umræðunni

Hún segir að sem dæmi sé sam­fé­lagið komið nokkuð langt með að venju­gera notkun á kyn­líf­stækjum og tjáningu á kyn­ferði fyrir konur og gagn­kyn­hneigð pör á besta aldri.

„Það er margt búið að gerast í því á síðustu árum en það eru á­kveðnir hópar sem hafa verið skildir eftir í þeirri um­ræðu og okkur langar að gera heiðar­lega til­raun til að gera það sama fyrir alla hina hópana,“ segir Eva Brá.

Losti.is opnaði formlega í dag.
Skjáskot/Losti.is

Mikilvægt að nafnið væri á íslensku

Hún segir að mark­miðið sé þannig að ná að skapa sömu stemningu fyrir alla hópa sam­fé­lagsins.

Spurð hvaðan nafnið á síðunni og versluninni komi segir Eva að það hafi „poppað upp“ af sjálfu sér.

„Ég fékk hug­myndina eitt kvöldið áður en ég fór að sofa og hafði sam­band við Sögu sem leist vel á. Við mátuðum nafnið og eftir að hug­myndin var komin fram þá var ekkert annað sem kom til greina. Okkur fannst mikil­vægt að nafnið væri á ís­lensku og að það endur­speglaði að ekki væri að­eins um að ræða verslun,“ segir Eva Brá og bætir við:

„Losti er líka til­finning sem hægt er að túlka á mis­munandi vegu. Í trúar­brögðum er hann á­litinn syndsam­legur og slæmur eins og er með mörg mál sem tengjast ein­hvern veginn þessum bransa, þó þau ættu ekki að vera það. En eins er þetta til­finning sem getur líka verið agressíf og sterk,“ segir Eva Brá.

Hún segir að þeim finnist hún að sama skapi geta kallað fram sköpunar- og fram­kvæmda­gleði.

„Þannig fannst okkur það eiga vel við okkar sjálfar og það sem að okkur langar að gera með fyrir­tækinu. En svo er það líka bara sexí.“

„Losti er líka til­finning sem hægt er að túlka á mis­munandi vegu,“ segir Eva Brá, sem er önnur til hægri á myndinni.
Fréttablaðið/Ernir

Vilja upphefja allar manneskjur sem kynverur

Fram kemur á heima­síðu kvennanna að með fram­takinu líti þær á sig sem part af hreyfingu sem upp­hefur allar mann­eskjur sem kyn­verur og fagnar og styður fjöl­breyti­leika þeirra.

„Til þess að þessi hreyfing og draumur upp­fylli mark­mið sín þarf marga til. Því vonum við inni­lega ef þú deilir þessari hug­sjón okkar að þú sláir til og takir þátt með virkum hætti hvar og hvernig sem þú getur. Og ekki hika við að hafa sam­band með hvers­kyns spurningar, á­bendingar, gagn­rýni, óskir eða hug­myndir því við tökum þeim á­kaf­lega fagnandi!“

Hér er hægt að kynna sér verslunina og heima­síðuna nánar.