Fyrirtæki sem hafa þurft að loka vegna sótt­varnaaðgerða geta sótt um lok­un­ar­styrki sem upp á 600 þúsund krón­ur á mánuði á hvern starfs­mann. Þetta seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is. Rík­is­stjórn­in fundaði um út­færsluna nú í morg­un.

Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá útilokar núverandi fyrirkomulag að bætur geti borist til fjölmargra fyrirtækja sem hafa þurft að loka að draga úr starfsemi sinni. Þá telur aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs að auðvelda þurfi fleiri atvinnugreinum en ferðaþjónustunni að leggjast í híði þegar hert er á sóttvarnaaðgerðum.

Samkvæmt aðgerðunum sem ríkisstjórnin vinnur að verður há­mark lokunarstyrkja til fyrirtækja hækkað úr 2,4 milljónum króna í 120 millj­ón­ir króna. „Þetta eru veru­leg­ar breyt­ing­ar. Við höf­um verið að horfa til þeirra reglna sem eru í gildi inn­an Evr­ópu og miða við að þakið sé til­tölu­lega hátt,“ seg­ir Katrín við mbl. Að því gefnu að núverandi lokin vari í tvær vik­ur kemur úrræðið til að kosta 300 til 400 milljónir króna.

Úrræðið tekur ekki til veitingahúsa sem hafa ekki þurft að loka. „Við erum að gera fullt af fólki það að þurfa að loka sínu fyr­ir­tæki með til­heyr­andi tjóni, og þá er eðli­leg krafa að við því sé brugðist.“ Þá kemur ekki til greina að hverfa frá hækkun áfengisgjalds.