Erlent

Leikfangarisinn skellir í lás í Bandaríkjunum

Endalok Toys 'R' Us í Bandaríkjunum blasa við. Fyrirtækinu verður slitið á næstunni.

Félagið er á leið í þrot. Fréttablaðið/Getty

Starfsmönnum Toys 'R' Us í Bandaríkjunum var í dag tilkynnt að fyrirtækið hyggist loka öllum verslunum leikfangakeðjunnar í landinu. Fyrirtækinu verður slitið. 

Wall Street Journal greindi fyrst frá þessu en framkvæmdastjórinn Dave Brandon hefur staðfest fréttirnar. Talsmaður fyrirtækisins segir að um sorgardag sé að ræða og það sé sorglegt að sjá fyrirtækið hverfa af markaði.

Ekki þykir útilokað að þó eigendurnir hyggist slíta félaginu komi fram einhverjir aðilar sem vilji kaupa einhverjar af verslununum og reka þær áfram.

Í janúar var tilkynnt að 182 af verslunum fyrirtækisins í Bandaríkjunum yrði lokað. Síðan þá hefur staðan versnað. Í frétt USA Today kemur fram að Toys 'R' Us hafi verið það fyrirtæki á leikfangamarkaði sem í 70 ára sögu þess hefur gert aðrar leikfangaverslanir gjaldþrota. Nú snúist dæmið við. Netverslanir hafi tekið yfir leikfangasölu og Toys 'R' Us verslanirnar hafi verið of stórar og of margar. Risastór skuldaklafi hafi reynst fyrirtækinu um megn.

Toys 'R' Us rak 810 verslanir í Bandaríkjunum. 750 verslanir til viðbótar eru reknar um heim allan, eða í 37 löndum. Þar af er verslun á Íslandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Flugfélög

Norwegian refsað harðar en Boeing á mörkuðum

Erlent

JP Morgan notast við taugavísindi í ráðningum

Auglýsing

Nýjast

Fé­lags­bú­staðir gefa út sam­fé­lags­skulda­bréf

Sumir telji að Icelandair sitji eitt að markaðnum

Krist­rún Tinna ráðin til Ís­lands­banka

Við­ræðurnar loka­til­raun til að bjarga WOW

Icelandair Group hækkar um meira en fjórðung

Icelandair Group hefur viðræður við WOW air

Auglýsing