Le Kock í Ármúla 42 og Deig á Seljabraut hefur verið lokað en starfsemi staðanna tveggja er nú komin undir eitt og sama þak í húsnæðið á Tryggagötu 14 en þetta kemur fram á Facebook síðu Deigs og má sjá færsluna hér að neðaan.

„Húsnæði Le Kock í Ármúla og Deig í Breiðholti hafa þjónað tilgangi sínum vel og hefur reksturinn gengið frábærlega, strax frá fyrsta degi, en nú er komið að nýjum kafla,“ segir meðal annars í færslunni en tekið er fram að ákvörðunin hafi verið þungbær í byrjun. 

„Okkur varð fljótlega ljóst að til þess að vaxa enn frekar og framkvæma hugmyndir okkar sem við lögðum upp með í upphafi að veruleika varð að stíga þessi skref til fulls.

Húsnæði okkar í Tryggvagötunni gerir okkur kleift að vinna allir saman undir sama þaki aftur og halda áfram að skapa eitthvað nýtt og spennandi, alla daga. Það er eitthvað sem var alltaf lagt með í upphafi og eitthvað sem hefur minnkað á liðnu ári.“