Lögreglan hefur skipað forráðamönnum Tesla að leggja niður störf í verksmiðju Teslu sem framleiðir rafmagnsbíla fyrirtækisins í Bandaríkjunum.

Fyrirtækið fær heimild til að halda áfram nauðsynjastörfum til að halda rekstri liðsins á floti en þarf að hætta að framleiða bíla.

Fyrr á þessu ári var Tesla skipað að loka verksmiðju sinni í Kína vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Elon Musk, eigandi Tesla, tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi halda áfram að framleiða bíla þrátt fyrir samgöngubann í Kaliforníuríki. Starfsmönnum væri heimilt að mæta ekki til vinnu en þeir sem myndu mæta myndu vinna áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Lögreglustjórinn á svæðinu var fljótur að svara og tilkynna að fyrirtækið félli ekki í þann flokk að vera nauðsynlegt fyrir samfélagið.

Um tíu þúsund manns vinna í verksmiðjunni sem framleiðir alla fjóra bílanna í vörulínu Tesla, Model S, Model X, Model Y og Model 3.