Ástralska flug­fé­lagið Qantas heitir því að það muni hefja beint flug frá S­yd­n­ey til London og New York frá og með árinu 2025. BBC greinir frá.

Fé­lagið hefur fest kaup á nýjum flota Air­bus A350-1000 þotum sem fé­lagið segir að geti flogið beint til hvaða borgar sem er í heiminum. Fyrstu flug­ferðirnar milli S­yd­n­ey og London munu hefjast á síðari hluta ársins 2025.

Flug­ferðin mun taka 20 klukku­stundir og verður þar með lengsta far­þega­flug veraldar. Árið 1947 var í fyrsta sinn flogið á milli borganna tveggja. Leggurinn tók 58 klukku­stundir og sjö milli­lendingar.

„Þetta er síðasta vígi ein­ræðisins sem felst í vega­lengdum,“ segir for­stjóri Qantas, Alan Joyce í til­kynningu vegna á­ætlananna. Þoturnar tólf munu berast flug­fé­laginu árið 2025 í nokkrum hollum allt til ársins 2028.