Innlent

Lóðamál Sigmars og Skúla fer fyrir Landsrétt

Deila fyrrverandi viðskiptafélaganna Sigmars Vilhjálmssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar um sölu lóða á Hvolsvelli fer fyrir Landsrétt.

Héraðsdómur féllst í síðasta mánuði á kröfu Sigmars Vilhjálmssonar. Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Fréttablaðið/Anton Brink

Félagið Stemma, sem er í meirihlutaeigu fjárfestisins Skúla Gunnars Sigfússonar, hefur áfrýjað til Landsréttar dómi héraðsdóms sem ógilti í síðasta mánuði ákvörðun hluthafafundar félagsins um að selja lóðir á Hvolsvelli til félagsins Fox.

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson og félagið Sjarmur og Garmur, sem er að hluta í hans eigu, stefndi Stemmu og krafðist þess að ákvörðun hluthafafundar síðarnefnda félagsins, frá því í maí árið 2016, um að selja Fox lóðir að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvell, þar sem byggt var eldfjallasetur, yrði ógilt.

Stemma var stofnað utan um umrætt þróunarverkefni fyrrverandi viðskiptafélaganna Skúla Gunnars, sem er gjarnan kenndur við Subway, og Sigmars. Sigmar taldi að sala lóðanna hefði verið andstæð hlutafélagalögum þar sem kaupverðið hefði verið mun lægra en raunverulegt verðmæti lóðarréttindanna.

Ákvörðun hluthafafundarins varðaði sölu á lóðarréttindum fyrir 40 milljónir króna en forsvarsmenn Stemmu sögðu að jafnframt hefði verið samið við kaupanda um 10 milljóna króna hækkun á kaupverðinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var bent á að umrætt kaupverð væri talsvert lægra en niðurstaða matsgerðar en í henni var virði lóðanna metið á bilinu 125 til 135 milljónir fyrir utan samlegðaráhrif sem gætu numið allt að 25 til 55 milljónum.

Landsréttur. Fréttablaðið/Stefán

Sagði í dómi héraðsdóms að með umræddri ákvörðun hluthafafundarins hefði eign Stemmu verið ráðstafað til fyrirtækis, Fox, sem tengdist ákveðnum hluthöfum Stemmu á verði sem var „umtalsvert lægra“ en virði eignarinnar samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð. Sú ákvörðun hefði verið tekin án þess að aflað væri frekari upplýsinga um grundvöll þeirrar verðlagningar.

Var það mat dómsins að ákvörðun hluthafafundar Stemmu hefði verið til þess fallin að afla öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað hluthafa eða félagsins. Var þannig fallist á kröfu Sigmars og Sjarms og Garms.

Lesa má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Skotsilfur Markaðarins: Loksins, loksins

Innlent

Þrjú fasteignafélög hækkkuðu í dag

Erlent

Net­flix sefar á­hyggjur sjón­varpssukkara

Auglýsing

Nýjast

Tekjuhæsti árshelmingurinn í sögu Landsvirkjunar

Nýti ákvæði um að hærri fasteignagjöld hækki leiguverð

Reginn hækkar um 5 prósent eftir uppgjör

Íslandsbanki spáir óbreyttum stýrivöxtum

Halli vöruviðskipta jókst um 63 prósent á milli ára

Margrét nýr forstjóri Nova

Auglýsing