Lóa Fatou hefur undanfarið starfað sem Director of Operations hjá GOOD GOOD, en áður vann hún hjá 66°Norður þar sem hún starfaði sem forstöðumaður rekstrarsviðs og var m.a. ábyrg fyrir samþættingu virðiskeðju félagsins ásamt rekstri vöruhúsa. Lóa Fatou er með M.Sc. í rekstrarverkfræði frá DTU Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

„ Fyrst og fremst er ég þakklát traustinu til að leiða þessa mikilvægu stoð félagsins eftir farsælt samstarf undanfarna mánuði. Ég tek full tilhlökkunar við nýju hlutverki og þeim verkefnum sem framundan eru í áframhaldandi uppbyggingu félagsins í Evrópu og Norður Ameríku.

“ segir Lóa Fatou Einarsdóttir, nýráðinn framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs hjá GOOD GOOD.

„Lóa Fatou hefur sýnt einstaklega mikla hæfni í að leiða aðfangastýringu, flutninga og vöruhúsauppsetningu hjá GOOD GOOD. Við erum í miklum vexti, og mikil tækifæri fólgin í því að besta ferla og innleiða upplýsingatækni enn frekar til að ná sem bestum árangri. Við erum lánsöm að hafa Lóu Fatou í okkar teymi og nú í lykilstjórnunarstöðu sem er mikill styrkur fyrir fyrirtækið sem heild”, segir Garðar Stefánsson forstjóri GOOD GOOD.

Um GOOD GOOD:

GOOD GOOD er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á matvælum án viðbætts sykurs og með náttúrulegum innihaldsefnum.

Vöruframboðið samanstendur m.a. af sultum, hnetu- og súkkulaðismyrjum, sætuefnum, stevíu-dropum, sýrópi, bökunarvörum, hnetusmjöri og keto-börum. Sultulína GOOD GOOD er mest ört vaxandi sultumerkið[1] í Bandaríkjunum.

GOOD GOOD byggir á íslensku hugviti, þekkingu, hönnun og markaðsstarfi. Öll vöruþróun, sölu og markaðsstarf, stýring aðfangakeðjunnar og gæðamál fara fram á Íslandi. Framleiðsla varanna fer hins vegar fram í Hollandi og Belgíu og er vörunum þaðan dreift í gegnum vöruhús fyrirtækisins í Tilburg í Hollandi, Pennsylvaníu og Arizona í Bandaríkjunum, Liverpool í Englandi og Ontario í Kanada. Vörur fyrirtækisins fást í dag í rúmlega 10.000+ verslunum í 36 löndum, þar af 3500 Walmart verslunum. Alls starfa 16 starfsmenn hjá GOOD GOOD; 11 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík, 4 í Bandaríkjunum og 1 í Bretland.

[1] Spins: Dollar sales growth vs. YA of top 30 brands, MULO YTD 7/10/2022
Spins: Unit sales growth vs. YA of top 45 brands, MULO YTD 7/10/2022