Innlent

Mjótt á munum milli Icelandair og WOW

Sáralitlu munar á farþegafjölda Icelandair og WOWair það sem af er á ári.

Farþegafjöldi WOWair og Icelandair er næstum jafn. Samsett

Stjórnendur íslensku flugfélaganna Icelandair og WOWair birta uppgjör yfir farþegafjölda og sætanýtingu mánaðarlega. Sáralítill munur var á flugfélögunum í farþegum talið á fyrsta fjórðungi ársins. Túristi.is greinir frá þessu en þar kemur fram að samskonar upplýsingar séu birtar af erlendum flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfa markað, sem og upplýsingar um það hvernig til tókst að halda í áætlun og hverjar tekjur voru á hvern farþega eða hvern floginn kílómetra. Slíkar upplýsingar veita hins vegar ekki íslensk flugfélög. 

Í uppgjöri WOWair frá því í janúar og febrúar tilkynnti flugfélagið að það væri orðið stærra en Icelandair. Það á þó ekki við lengur þar sem farþegafjöldi Icelandair er meiri það sem af er af ári. Sáralitlu munar þó á flugfélögunum, en farþegar Icelandair voru rétt um 660 þúsund fyrstu þrjá mánuðina en farþegar WOW air voru 658 þúsund. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Innlent

Landsliðsþjálfari og 66°Norður verðlaunuð

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Selja allt sitt í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Markaðurinn

Hagnaður Brimborgar dróst saman

Markaðurinn

Stoppar tveggja milljarða stöðugleikaframlag Byrs

Markaðurinn

Kaffitár sett í formlegt söluferli

Markaðurinn

Storebrand hefur innreið hér á landi

Markaðurinn

Samkeppnin yfir hafið gæti minnkað

Auglýsing