Innlent

Mjótt á munum milli Icelandair og WOW

Sáralitlu munar á farþegafjölda Icelandair og WOWair það sem af er á ári.

Farþegafjöldi WOWair og Icelandair er næstum jafn. Samsett

Stjórnendur íslensku flugfélaganna Icelandair og WOWair birta uppgjör yfir farþegafjölda og sætanýtingu mánaðarlega. Sáralítill munur var á flugfélögunum í farþegum talið á fyrsta fjórðungi ársins. Túristi.is greinir frá þessu en þar kemur fram að samskonar upplýsingar séu birtar af erlendum flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfa markað, sem og upplýsingar um það hvernig til tókst að halda í áætlun og hverjar tekjur voru á hvern farþega eða hvern floginn kílómetra. Slíkar upplýsingar veita hins vegar ekki íslensk flugfélög. 

Í uppgjöri WOWair frá því í janúar og febrúar tilkynnti flugfélagið að það væri orðið stærra en Icelandair. Það á þó ekki við lengur þar sem farþegafjöldi Icelandair er meiri það sem af er af ári. Sáralitlu munar þó á flugfélögunum, en farþegar Icelandair voru rétt um 660 þúsund fyrstu þrjá mánuðina en farþegar WOW air voru 658 þúsund. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Nýsköpun

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Viðskipti

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

Auglýsing

Nýjast

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Leigusalar í mál við House of Fraser

Telia kaupir Bonnier fyrir 106 milljarða króna

Stjórnendur stálrisa sóttir til saka

Minni fólksfjölgun á milli ára

Auglýsing