Lilja Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, segir að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra hafi deilt á­hyggjum hennar af fyrir­komu­lagi Ís­lands­banka­út­boðsins.

Þetta kom fram í svari Lilju við fyrir­spurn Hall­dóru Mogen­sen, þing­flokks­for­manni Pírata, í ó­undir­búnum fyrir­spurna­tíma á Al­þingi í morgun.

Hall­dóra rifjaði upp við­tal sem birtist við Lilju í Morgun­blaðinu fyrr í mánuðinum þar sem hún kvaðst hafa verið ó­hlynnt þeirri á­kvörðun að selja hlut ríkisins í Ís­lands­banka til valins hóps fjár­festa. Kvaðst hún frekar hafa viljað ein­blína á gæði fram­tíðar­eig­enda heldur en verð.

Hall­dóra spurði Lilju loks hvernig for­sætis­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra brugðust við gagn­rýnum sjónar­miðum hennar og hvers vegna var ekki tekið mark á á­hyggjum hennar af fyrir­komu­laginu.

„Ég get upp­lýst þingið um það að þau höfðu líka þessar á­hyggjur. Og það var auð­vitað þannig að það kemur til­laga frá Banka­sýslu ríkisins um að þessi að­ferð sé til þess fallin að há­marka verð á þessari eign og þessi að­ferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim,“ sagði Lilja og bætti við:

„Ég verð bara að viður­kenna það að ég hafði á­kveðnar efa­semdir um þetta, sér­stak­lega í ljósi þess að hér varð risa­stórt fjár­mála­hrun og traustið í ís­lensku sam­fé­lagi fór. Það er gríðar­lega al­var­legt og það voru þúsundir fjöl­skyldna sem misstu heimili sín og áttu um mjög sárt að binda. Þess vegna var af­skap­lega mikil­vægt að við myndum vanda okkur og huga að mikil­vægi traustsins.“