Ný könnun á vegum Póstsins sýnir að ís­lenskir við­skipta­vinir net­verslana vilja ein­föld og þægi­leg vöru­skil. Kristín Inga Jóns­dóttir, for­stöðu­maður markaðs­deildar Póstsins, segir að niður­stöður könnunarinnar séu ó­tví­ræðar en í könnuninni voru við­horf ís­lenskra neyt­enda til vöru­skila í net­verslun könnuð.

Könnunin var send á við­skipta­vini Póstsins auk þess sem henni var deilt á sam­fé­lags­miðlum og bárust alls um 11.000 svör.

97,6 prósent svar­enda sögðust hafa verslað í net­verslun á síðast­liðnum 12 mánuðum og 89,2 prósent höfðu verslað í ís­lenskri net­verslun. Voru flestir svar­enda á höfuð­borgar­svæðinu eða í kringum 65 prósent.

74 prósent svar­enda sögðust vera lík­legri til að eiga við­skipti við net­verslun þar sem hægt væri að skila vörum á ein­faldan hátt og 75 prósent svar­enda sögðust lík­legri til að versla við net­verslun sem býður upp á fría endur­sendingu á skila­vörum.

82 prósent svar­enda sögðu miklar eða mjög miklar líkur á að þeir myndu versla aftur við net­verslun þar sem hægt er að skila vöru á ein­faldan hátt.