Þetta má lesa úr flöggun sjóðsins til Kauphallarinnar sem birt var í morgun.

Lífeyrissjóður verslunarmanna er því orðinn þriðji stærsti hluthafinn Í Íslandsbanka á eftir íslenska ríkinu, sem fer með 42,5 prósenta hlut, og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, sem fer með 6,63 prósenta hlut.

Næstir á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna koma Gildi lífeyrissjóður, með 5,07 prósenta hlut, og Capital Group, með 5,06 prósenta hlut.

Fyrr í mánuðinum hrundu hlutabréf í þýsku bönkunum Deutsche Bank og Commerzbank þegar Capital Group seldi allan hlut sinn í báðum bönkum, en fyrir söluna átti Capital Group ríflega 5 prósenta hlut í báðum bönkum.