Veitingastaðurinn Borðið hefur fengið vínveitingaleyfi eftir tveggja ára bið. Veitingastaðurinn er staðsettur við Ægissíðu í Vesturbænum og fagnar tveggja ára afmæli á sunnudaginn næsta. Við opnun staðarinns sóttu eigendurnir um leyfi til þess að selja bjór og léttvín með matnum en var umsókninni hafnað af hálfu Reykjavíkurborgar. 

Eftir 724 daga bið hefur veitingastaðurinn nú fengið vínveitingaleyfi. Eigendurnir segja frá þessu á Facebook-síðu veitingastaðrins þar sem áfanganum er fagnað og boðið upp á ýmis tilboð í tilefni þess. 

„Samhliða vínveitingaleyfinu munum við svo auka þjónustu okkar og lengja opnunartímann á kvöldin og um helgar auk þess frekari breytingar eru í farvatninu á litla staðnum okkar. Lengi lifi Vesturbærinn!“