Innlent

„Lengi lifi Vesturbærinn“

Veitingahúsið Borðið hefur loksins fengið vínveitingaleyfi eftir tveggja ára bið.

Borðið opnaði fyrir 724 dögum. Fréttablaðið/Ernir

Veitingastaðurinn Borðið hefur fengið vínveitingaleyfi eftir tveggja ára bið. Veitingastaðurinn er staðsettur við Ægissíðu í Vesturbænum og fagnar tveggja ára afmæli á sunnudaginn næsta. Við opnun staðarinns sóttu eigendurnir um leyfi til þess að selja bjór og léttvín með matnum en var umsókninni hafnað af hálfu Reykjavíkurborgar. 

Eftir 724 daga bið hefur veitingastaðurinn nú fengið vínveitingaleyfi. Eigendurnir segja frá þessu á Facebook-síðu veitingastaðrins þar sem áfanganum er fagnað og boðið upp á ýmis tilboð í tilefni þess. 

„Samhliða vínveitingaleyfinu munum við svo auka þjónustu okkar og lengja opnunartímann á kvöldin og um helgar auk þess frekari breytingar eru í farvatninu á litla staðnum okkar. Lengi lifi Vesturbærinn!“  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing