Innlent

„Lengi lifi Vesturbærinn“

Veitingahúsið Borðið hefur loksins fengið vínveitingaleyfi eftir tveggja ára bið.

Borðið opnaði fyrir 724 dögum. Fréttablaðið/Ernir

Veitingastaðurinn Borðið hefur fengið vínveitingaleyfi eftir tveggja ára bið. Veitingastaðurinn er staðsettur við Ægissíðu í Vesturbænum og fagnar tveggja ára afmæli á sunnudaginn næsta. Við opnun staðarinns sóttu eigendurnir um leyfi til þess að selja bjór og léttvín með matnum en var umsókninni hafnað af hálfu Reykjavíkurborgar. 

Eftir 724 daga bið hefur veitingastaðurinn nú fengið vínveitingaleyfi. Eigendurnir segja frá þessu á Facebook-síðu veitingastaðrins þar sem áfanganum er fagnað og boðið upp á ýmis tilboð í tilefni þess. 

„Samhliða vínveitingaleyfinu munum við svo auka þjónustu okkar og lengja opnunartímann á kvöldin og um helgar auk þess frekari breytingar eru í farvatninu á litla staðnum okkar. Lengi lifi Vesturbærinn!“  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Efnahagsmál

0,26% verð­hjöðnun án hús­næðis

Innlent

Verðið hækkaði hvað mest á Íslandi

Flugfélög

Launakostnaður setur mark sitt á afkomu Ryanair

Auglýsing

Nýjast

Fyrsti bjórinn sem er bruggaður úr kannabis

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Leigusalar í mál við House of Fraser

Auglýsing