Innlent

„Lengi lifi Vesturbærinn“

Veitingahúsið Borðið hefur loksins fengið vínveitingaleyfi eftir tveggja ára bið.

Borðið opnaði fyrir 724 dögum.

Veitingastaðurinn Borðið hefur fengið vínveitingaleyfi eftir tveggja ára bið. Veitingastaðurinn er staðsettur við Ægissíðu í Vesturbænum og fagnar tveggja ára afmæli á sunnudaginn næsta. Við opnun staðarinns sóttu eigendurnir um leyfi til þess að selja bjór og léttvín með matnum en var umsókninni hafnað af hálfu Reykjavíkurborgar. 

Eftir 724 daga bið hefur veitingastaðurinn nú fengið vínveitingaleyfi. Eigendurnir segja frá þessu á Facebook-síðu veitingastaðrins þar sem áfanganum er fagnað og boðið upp á ýmis tilboð í tilefni þess. 

„Samhliða vínveitingaleyfinu munum við svo auka þjónustu okkar og lengja opnunartímann á kvöldin og um helgar auk þess frekari breytingar eru í farvatninu á litla staðnum okkar. Lengi lifi Vesturbærinn!“  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Endurnýja samning um brunavarnir

Innlent

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Auglýsing

Nýjast

Erlent

App­le kynnir vél­mennið Daisy til sögunnar

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Auglýsing