„Við hjá Lemon erum mjög spennt fyrir nýja staðnum á Olís á Gullinbrú enda lengi verið draumur hjá okkur að opna í Grafarvogi. Við teljum að viðskiptavinir eigi eftir að fagna því að eiga möguleika á að grípa með sér hollar og bragðgóðar samlokur og sólskín í glasi í fjölbreytt verkefni dagsins“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon.

„Við erum afar ánægð með að fá Lemon í veitingarframboðið í Olís á Gullinbrú. Við leggjum áherslu á fjölbreytni í veitingum fyrir okkar viðskiptavini og eru samlokur og djúsar Lemon flott viðbót í þær veitingar sem að við erum þegar að bjóða upp á. Við teljum að viðskiptavinir okkar eigi eftir að kunna vel að meta fersku veitingarnar hjá Lemon á Olís.“ segir Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís.