Erlent

Leigusalar í mál við House of Fraser

Breskir leigusalar telja björgunaráætlun House of Fraser ósanngjarna í sinn garð og hyggjast höfða mál á hendur verslanakeðjunni.

Til stendur að loka flaggskipsverslun House of Fraser á Oxford-stræti snemma á næsta ári. Fréttablaðið/Getty

Hópur breskra leigusala leggst harðlega gegn samþykktri björgunaráætlun verslanakeðjunnar House of Fraser og hyggst höfða mál fyrir skoskum dómstólum til þess að fá áætluninni hnekkt.

Lánardrottnar verslanakeðjunnar náðu í síðasta mánuði samkomulagi við forsvarsmenn keðjunnar sem felst í því að 31 verslun verður lokað, þar á meðal flaggskipsversluninni á Oxford-stræti í Lundúnum, og leiguverð tíu verslana lækkað um 25 prósent.

Leigusalarnir segja aðgerðirnar ósanngjarnar í sinn garð. Þær bitni harðar á þeim en lánardrottnum House of Fraser. Þeir telja stjórnendur verslanakeðjunnar auk þess ekki hafa skoðað til hlítar aðra kosti sem væru til þess fallnir að koma rekstrinum á réttan kjöl.

Stjórnendurnir hafa vísað því á bug og sagt neyðaráætlunina einu raunhæfu leiðina til þess að bjarga félaginu. Að öðrum kosti færi það í gjaldþrot.

Talsmaður House of Fraser lýsti yfir vonbrigðum með stefnu leigusalanna og sagði verslanakeðjuna ætla að taka til fullra varna fyrir dómstólum. Hann sagði jafnframt að málsóknin myndi ekki hafa áhrif á björgunaráætlunina, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

Kínverski skórisinn C. Banner, sem á leikfangakeðjuna Hamleys, keypti 51 prósents hlut í House of Fraser af öðru kínversku félagi, Nanjing Cenbest, strax í kjölfar þess að lánardrottnar verslanakeðjunnar samþykktu áætlunina. Stjórnendur C. Banner hafa enn fremur lofað að leggja keðjunni til 70 milljónir punda til viðbótar.

Talið er að um sex þúsund starfsmenn House of Fraser muni missa vinnuna þegar verslunum verður lokað næsta vor. Nú starfa um 17 þúsund manns hjá keðjunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Net­flix sefar á­hyggjur sjón­varpssukkara

Bílar

Ekki freðinn þegar hann greindi frá Tesla-á­formum

Erlent

Volvo verði skráð á markað í ár

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur Markaðarins: Loksins, loksins

Þrjú fasteignafélög hækkkuðu í dag

Tekjuhæsti árshelmingurinn í sögu Landsvirkjunar

Nýti ákvæði um að hærri fasteignagjöld hækki leiguverð

Reginn hækkar um 5 prósent eftir uppgjör

Íslandsbanki spáir óbreyttum stýrivöxtum

Auglýsing