Leifur hefur mikla reynslu af við­skipta­stýringu og kemur til Motus frá Creditin­fo þar sem hann hefur starfað frá árinu 2015, meðal annars sem sölu­stjóri minni fyrir­tækja og við­skipta­stjóri stórra fyrir­tækja. Leifur stýrði þar einnig vöru­þróunar­sam­starfi við nokkur af stærstu fyrir­tækjum landsins.

Leifur er við­skipta­fræðingur frá Há­skóla Ís­lands með á­herslu á fjár­mál og stundaði auk þess meistara­nám í fjár­málum fyrir­tækja í sama skóla.

Leifur segist mjög spenntur að fá að taka þátt í þeirri veg­ferð sem Motus er á. "Motus er rót­gróið fyrir­tæki sem er leiðandi á sínu sviði og það verður gaman að þróa á­fram þær lausnir og þjónustu sem fé­lagið býður upp á með fjöl­breyttum hópi við­skipta­vina,“ segir Leifur.

Brynja Baldurs­dóttir, for­stjóri Motus, tekur í sama streng og segist spennt að fá Leif til liðs við fyrir­tækið. „Motus er stærsta og reynslu­mesta inn­heimtu­fyrir­tæki landsins en við höfum verið að út­víkka þjónustu­fram­boð okkar til að sjá um al­hliða kröfu­stýringu með Motus fjár­mögnun og munum kynna og þróa gagna­drifna inn­heimtu með okkar lykil­við­skipta­vinum á næstu misserum. Reynsla Leifs mun spila lykil­hlut­verk á þeirri veg­ferð,” segir Brynja.