Út­boð Ís­lands­banka stendur enn yfir og er á­ætlað að því ljúki á há­degi á morgun, 15. júní. Í til­kynningu frá Ís­lands­banka segir að leið­beinandi loka­verð á hvern hlut sé 79 krónur og er það í sam­ræmi við til­kynningu frá Banka­sýslu ríkisins.

Til­kynningin í heild sinni:

Til­­kynn­ing varð­andi hluta­fjár­út­­boð Ís­lands­banka: Leið­bein­andi verð

Reykja­vík, 14. júní 2021.

Vísað er til til­kynningar Banka­sýslu ríkisins, fyrir hönd Ríkis­sjóðs Ís­lands, og Ís­lands­banka hf., um út­gáfu lýsingar og leið­beinandi verð­bil í hluta­fjár­út­boði Ís­lands­banka þann 7. júní 2021 og til­kynningu er varða upp­lýsingar um stöðu til­boðs­bókar þann sama dag.

Banka­sýsla ríkisins til­kynnir hér með að um­sjónar­aðilar út­boðsins hafa ráð­lagt leið­beinandi loka­verð fyrir út­boðið sem nemur 79 kr. á hvern hlut. Líkur eru fyrir því að lægri til­boð verði ekki sam­þykkt.

Á­ætlað er að út­boðinu ljúki kl. 12:00, þriðju­daginn 15. júní 2021.

Tveir er­lendir fjár­festingar­sjóðir, Capi­tal World Investors og RWC Asset Managa­ment, og ís­lensku líf­eyris­sjóðirnir Gildi og LIVE, eru horn­steins­fjár­festar í út­boðinu. Hafa fjár­festarnir skuld­bundið sig til að kaupa samanlagt um tíu prósenta hlut í bankanum.