Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, hefur lagt fram til­lögur að breytingum við aðra um­ræðu fjár­laga­frum­varps ársins 2023 í fjár­laga­nefnd Al­þingis, þar sem gert er ráð fyrir auknum fram­lögum til nokkurra veiga­mikilla mála­flokka. Sam­tals nemur hækkunin um 37 milljarða íslenskra króna.

Þyngst vega heil­brigðis­mál, þar sem lögð er til rúm­lega 12 milljarða króna aukning en auk þess er gert ráð fyrir auknum fram­lögum til lög­gæslu­mála, mál­efna ör­yrkja og fatlaðs fólks, orku­mála og ný­sköpunar.

Í til­kynningu frá ráðu­neytinu kemur fram að af þeim 12,2 milljörðum króna sem lagðir eru til í heil­brigðis­mál er gert ráð fyrir að 4,3 milljarðar renni í að styrkja Land­spítalann, Sjúkra­húsið á Akur­eyri og heilsu­gæsluna.

Vinna niður bið­lista eftir lið­skipti­að­gerðum

Auk þess er lögð til hækkun til að tryggja svig­rúm til upp­töku nýrra lyfja, á­samt verk­efnum til að auð­velda heil­brigðis­kerfinu að glíma við eftir­köst kórónu­veirufar­aldursins. Meðal þeirra er átak í að vinna niður bið­lista eftir lið­skipta­að­gerðum á­samt því sem fram­lög eru aukin til heima­hjúkrunar og að­gerða til að dreifa á­lagi í heil­brigðis­þjónustu.

Þá kemur fram í til­kynningu ráðu­neytisins að auka eigi fram­lög til lög­reglunnar um 900 milljónir til að auk máls­með­ferðar­hraða og að setja eigi 500 milljónir auka­lega í að­gerðir gegn skipu­lagðri brota­starf­semi.

Þá er lagt til að styrkja Land­helgis­gæsluna með 600 milljónir króna hækkun, meðal annars vegna aukins elds­neytis­kostnaðar, endur­nýjunar búnaðar og leigu nýs flug­skýlis.

Frí­tekju­mark ör­yrkja hækkað

Lagt er til að fram­lög til fé­lags-, hús­næðis- og trygginga­mála hækki um 3,7 milljarða króna en af því fer um einn milljarður í það að hækka frí­tekju­mark at­vinnu­tekna ör­yrkja í 200.000 krónur á mánuði.

Þá á að setja fimm milljarða í ýmist verk­efni sem tengjast fjölgun flótta­fólks og um­sækj­endum um al­þjóð­lega vernd, á­samt stuðningi við Úkraínu.

Hækkun út­svars

Þá er gert ráð fyrir því að ríkis­sjóður gefi eftir fimm milljarða króna af tekju­skatti ein­stak­linga á móti sam­svarandi hækkun í út­svars­tekjum sveitar­fé­laga til að bæta af­komu þeirra í tengslum við stöðu á mála­flokki fatlaðs fólks. Gert er ráð fyrir að ríki og sveitar­fé­lög geri með sér sér­stakt sam­komu­lag um þessar breytingar sem komi sem við­auki við fyrri sam­komu­lög um fjár­mögnun mála­flokksins.

Á­fram­haldandi orku­skipti og átak í jarð­hita­leit

Af öðrum málum má nefna að lögð er til hækkun til ný­sköpunar, rann­sókna og þekkingar­greina sem nemur 5,5 milljörðum króna en stærsti hluti þess er annars vegar fjórir milljarðar til að mæta á­ætlaðri fjár­þörf vegna endur­greiðslna til kvik­mynda­gerðar á næsta ári og hins vegar 1,3 milljarðar króna vegna upp­færðrar á­ætlunar á styrkjum til fyrir­tækja vegna endur­greiðslna á rann­sókna- og þróunar­kostnaði.

Tæpir tveir milljarðar í orku­mál

Lögð er til 1,7 milljarða króna hækkun á mál­efna­sviði orku­mála. Skýrist það af eins milljarða króna til­lögu um stuðning við kaup bíla­leiga á hrein­orku­bílum á­samt því að lagt er til að flytja 550 milljónir af mál­efna­sviði um­hverfis­mála til að styrkja Orku­sjóð tíma­bundið í tengslum við að­gerða­á­ætlun í lofts­lags­málum og 150 milljónir tíma­bundið til þriggja ára í jarð­hita­leitar­á­tak.

Í til­kynningu ráðu­neytisins segir að fram­lög til flest­allra veiga­mikilla mála­flokka hafi vaxið veru­lega undan­farin ár og geri það á­fram í fjár­laga­frum­varpi næsta árs. Þá er líka tekið fram að þrátt fyrir aukin út­gjöld sé lögð rík á­hersla á að styrkja stöðu ríkis­fjár­málanna og hvika ekki frá því megin­mark­miði að stöðva hækkun skulda­hlut­falla á næstu árum.

„Í ár hefur dregið hratt úr miklum halla­rekstri ríkis­sjóðs árin 2020 og 2021 sem ætlað var að draga úr á­hrifum heims­far­aldursins á fjár­hag heimila og fyrir­tækja. Sú ráð­stöfun gerði sam­fé­laginu mögu­legt að nýta þau tæki­færi sem rénun far­aldursins hafði í för með sér. Efna­hags­batinn hefur leitt til aukinna tekna ríkis­sjóðs og þess að skulda­hlut­föll hins opin­bera eru mun lægri en óttast var fyrir að­eins nokkrum misserum. Eftir hraðan efna­hags­bata er nú svo komið að nokkur spenna hefur myndast í þjóðar­búinu. Við þær að­stæður er mikil­vægt að ríkis­fjár­mála­stefnan rói ekki í gagn­stæða átt við stefnu Seðla­bankans,“ segir í til­kynningunni sem hægt er að kynna sér hér.