Tilnefningarnefnd, sem skipuð er fyrir stjórnarkjör, leggur til að stjórn Icelandair verði óbreytt á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Stjórnina skipa:

Úlfar Steindórsson, stórnarformaður Icelandair. Hann er forstjóri Toyota á Íslandi.

Svafa Grönfeldt, varaformaður stjórnar Icelandair. Hún situr í stjórn MIT DesignX sem er viðskiptahraðall hjá MIT háskólanum í Boston og meðstofnandi sprotasjóðsins MET sem er með aðsetur í Cambridge. Hún var áður framkvæmdastjóri hjá Alvogen, aðstoðarforstjóri Actavis Group og rektor Haskóla Reykjavíkur.

Guðmundur Hafsteinsson, fyrrverandi yfirmaður vöruþróunar Google Assistant.

John F. Thomas, ráðgjafi hjá McKinsey & Co og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Virgin Australia Airlines.

Nina Jonsson, ráðgjafi hjá Plane View Partners og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Air France-KLM.

Í tilnefningarnefnd sátu Helga Árnadóttir, Hjörleifur Pálsson og Úlfar Steindórsson.